Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   þri 03. september 2024 21:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Steve Bruce ráðinn stjóri Blackpool (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Steve Bruce hefur verið ráðinn stjóri Blackpool sem leikur í ensku C-deildinni. Hann tekur við af Neil Critchley sem var rekinn eftir að liðið tapaði tveimur fyrstu leikjunum í deildinni. Liðið er með tvö stig eftir fjórar umferðir.


Bruce er 63 ára gamall en hann var síðast stjóri WBA en var rekinn í október 2022 eftir aðeins níu mánuði í starfi. 

„Ég er í skýjunum með að vera kominn aftur í fótboltann og að taka við þessu frábæra félagi," sagði Bruce.

Hann var kynntur sem nýr stjóri félagsins eftir 4-1 sigur liðsins á Crewe í bikarkeppni neðrideildanna. Bruce var orðaður við landslið Jamaíku eftir að Heimir Hallgrímsson hætti.


Athugasemdir
banner
banner