Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. október 2022 09:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hver tekur við Wolves? - Liverpool í samkeppni við Real og Juve
Powerade
Ruben Amorim er talinn líklegastur sem stendur til að taka við Wolves.
Ruben Amorim er talinn líklegastur sem stendur til að taka við Wolves.
Mynd: EPA
Tielemans til Liverpool?
Tielemans til Liverpool?
Mynd: EPA
Locatelli til Englands?
Locatelli til Englands?
Mynd: EPA
Mánudagsslúðrið er tekið saman af BBC og er í boði Powerade. Eitt af því helsta í slúðrinu er hver tekur við Wolves eftir að Bruno Lage var látinn fara í gær.



Fyrrum stjóri Olympiakos, Pedro Martins, er líklegur til að koma til greina hjá Wolves. Julen Lopetegui hjá Sevilla og Ange Postecoglou hjá Celtic gætu einnig komið til greina. (Telegraph)

Ruben Amorim hjá Sporting er einnig talinn mögulegur kostur fyrir Wolves. Félagið þyrfti að greiða 20 milljónir punda fyrir Amorim. (Sun)

Chelsea vildi halda því leyndu að Christopher Nkunku (24) hefði þegar farið í læknisskoðun hjá félaginu þar sem það hafði ekki náð samkomulagi við RB Leipzig um kaupverð. (Fabrizio Romano)

Liverpool mun berjast við Juventus og Real Madrid um undirskriftina hjá Youri Tielemans (25) sem verður samningslaus hjá Leicester næsta sumar. (Calciomercato)

Sevilla og Valencia hafa áhuga á því fá Anthony Martial (26) frá Manchester United. (Todofichajes)

Sharjah FC í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur lýst yfir áhuga á því að fá Salomo Rondon (33) frá Everton. (Liverpool Echo)

Reims vill fá Folarin Balogun (21), sem er á láni frá Arsenal, alfarið til félagsins. (Ekrem Konur)

Arsenal gæti fengið samkeppni frá Chelsea, Bayern Munchen og PSG um Dusan Vlahovic (22) hjá Juventus. (Il Bianconero)

Manchester United tókst ekki að fá miðjumanninn Manuel Locatelli (24) frá Juventus í sumar. (Sport Mediaset)

Arsenal hefur sent fyrirspurn á Juventus um möguleikann á því að kaupa Locatelli í janúar. (Calciomercato)

Lucas Moura (30) hjá Tottenham verður skotmark Sevilla í janúarglugganum. (Vamos Mi Sevilla)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner