Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 03. október 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn völdu Örnu besta og Kötlu efnilegasta - ÞÞÞ besti dómarinn
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Arna Sif Ásgrímsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir var valin leikmaður ársins í Bestu deild kvenna af leikmönnum deildarinnar.

Bestu deild kvenna lauk síðasta laugardag en Valur endaði bæði sem Íslands- og bikarmeistari. Arna Sif átti átti stóran þátt í þeirri miklu velgengi sem var hjá félaginu í sumar.

Landsliðsmiðvörðurinn gekk í raðir Vals fyrir leiktíðina og átti stórkostlegt tímabil. Hún og Mist Edvardsdóttir mynduðu ótrúlega sterkt miðvarðapar.

Verðlaunin voru afhent í uppgjörsþætti Bestu deildar kvenna á Stöð 2 Sport á laugardag.

Katla Tryggvadóttir úr Þrótti var valin efnilegust í deildinni af leikmönnum deildarinnar. Katla, sem er fædd árið 2005, fór frá Val í Þrótt fyrir leiktíðina og var ótrúlega mikilvæg fyrir lið Þróttar í sumar. Hún á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.

Þá var Þórður Þorsteinn Þórðarson kosinn besti dómarinn af leikmönnum deildarinnar.

Þórður, sem er 27 ára gamall, byrjaði að dæma í vor en það er hægt að lesa viðtal við hann með því að smella hérna.
Heimavöllurinn: Besta eftirpartýið
Athugasemdir
banner
banner