Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   þri 03. október 2023 11:25
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 26. umferðar - Skoraði sigurmarkið og bjargaði svo á línu á 89. mínútu
Eggert Aron heldur áfram að vera magnaður.
Eggert Aron heldur áfram að vera magnaður.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eiður skoraði og bjargaði á línu.
Eiður skoraði og bjargaði á línu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Benedikt Daríus Garðarsson.
Benedikt Daríus Garðarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Næst síðustu umferð Bestu deildarinnar lauk í gær þegar Stjarnan vann 3-1 sigur gegn Íslandsmeisturum Víkings. Með þessum úrslitum tryggði Stjarnan sér Evrópusæti, það er kátt á hjalla í Garðabænum.

Jökull Elísabetarson er þjálfari umferðarinnar og þá eru tveir leikmenn Stjörnunnar í Sterkasta liðinu í boði Steypustöðvarinnar. Eggert Aron Guðmundsson skoraði tvö gegn Víkingi og er í sjöunda sinn í liði umferðarinnar. Þessi nítján ára leikmaður heldur áfram að vera gjörsamlega magnaður.

Þá er bakvörðurinn Örvar Logi Örvarsson einnig í liði umferðarinnar.



Hinn átján ára gamli Benoný Breki Andrésson heldur áfram að fara á kostum með KR og erlend félagslið horfa til hans. Hann fékk tvö mörk skráð þegar KR vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Breiðabliki, í síðasta leik Rúnars Kristinssonar í Frostaskjólinu.

Patrick Pedersen heldur áfram á flugi með Val en liðið vann 4-1 sigur gegn FH þar sem sá danski skoraði og lagði upp. Maður leiksins var hinsvegar Aron Jóhannsson sem lagði upp tvö mörk og skoraði stórkostlegt mark, eitt besta mark tímabilsins.

Í neðri hlutanum unnu ÍBV, Fram og Fylkir öll sigra og það er mikil spenna í fallbaráttunni fyrir lokaumferðina. Þengill Orrason er nýjasta stjarna deildarinnar en þessi 18 ára varnarmaður skoraði sigurmark Fram gegn KA af miklu harðfylgi. Tiago Fernandes átti stóran þátt í sigurmarkinu.

Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur ekki átt sitt besta tímabil en hann var án vafa maður leiksins þegar ÍBV vann 1-0 útisigur gegn HK í Kórnum. Eiður skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum og kom svo í veg fyrir jöfnunarmark HK (og þar með fall) með því að bjarga á línu á 89. mínútu. Guy Smit er í marki úrvalsliðsins en þrátt fyrir sigurinn eru Eyjamenn í fallsæti fyrir lokaumferðina.

Frábær seinni hálfleikur skilaði Fylki 3-1 útisigri gegn Keflavík. Benedikt Daríus Garðarsson hljóp úr sér lungun í leiknum, skoraði úr víti og var valinn maður leiksins. Ásgeir Eyþórsson er einnig í liði umferðarinnar en hann skoraði jöfnunarmark Árbæinga.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 25. umferðar
Sterkasta lið 24. umferðar
Sterkasta lið 23. umferðar
Sterkasta lið 22. umferðar
Sterkasta lið 21. umferðar
Sterkasta lið 20. umferðar
Sterkasta lið 19. umferðar
Sterkasta lið 18. umferðar
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Innkastið - Vesturbæjarvonir og Vestradraumar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner