Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   þri 03. október 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard inn í myndinni hjá Rangers
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard er opinn fyrir því að tala við skoska stórveldið Rangers um stjórastarfið sem er núna laust þar.

Michael Beale var rekinn eftir mikla gagnrýni undanfarnar vikur. Hann stýrði Rangers í 1-3 tapi á heimavelli gegn Aberdeen á laugardag og ákvað stjórn félagsins að reka hann í kjölfarið.

Rangers er búið að vinna fjóra leiki og tapa þremur á nýju tímabili í efstu deild skoska boltans, auk þess að hafa sigrað 1-0 gegn Real Betis í fyrstu umferð í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Beale var ráðinn til að taka við af Giovanni van Bronckhorst síðasta vetur og fékk samning sem gildir út tímabilið 2026. Hann hafði aðeins verið um tíu mánuði í starfinu.

Lampard, sem er fyrrum stjóri Derby, Chelsea og Everton, er á meðal þeirra sem koma til greina í starfið. Aðrir sem koma til greina eru meðal annars Pascal Jansen, þjálfari AZ í Hollandi, og Philippe Clement, sem stýrði síðast Mónakó. Kevin Muscat, fyrrum varnarmaður Rangers, hefur einnig verið orðaður við starfið.

Graham Potter, fyrrum stjóri Brighton og Chelsea, hefur ekki áhuga á starfinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner