Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. desember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Líklegt að Giroud fái að skipta um félag í janúar
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea sé reiðubúið til að verða að ósk Olivier Giroud og leyfa honum að skipta um félag í janúar. Franski sóknarmaðurinn vill gera sitt besta til að vera í landsliðshóp heimsmeistaranna á EM á næsta ári. Samningur hans við Chelsea rennur út næsta sumar.

Giroud hefur ekki fengið mikið af tækifærum undir stjórn Frank Lampard og hefur aðeins komið við sögu í fimm úrvalsdeildarleikjum í haust án þess að skora. Hann byrjaði gegn West Ham um helgina en þótti ekki standa sig vel í 0-1 tapi.

Giroud hefur verið öflugur með franska landsliðinu í undankeppni EM og er með 4 mörk í 6 landsleikjum í haust. Hann er aðeins búinn að skora eitt mark fyrir Chelsea á leiktíðinni, í leik gegn Liverpool um Góðgerðarskjöldinn.

Giroud er einn af þremur sóknarmönnum Chelsea. Tammy Abraham hefur verið funheitur en hann er að glíma við meiðsli þessa stundina en Michy Batshuayi hefur ekki enn tekist að sýna hvers hann er megnugur.

Lampard hefur ýjað að því að Christian Pulisic geti verið notaður sem fremsti maður og þá er verið að endurskoða viðskiptabann Chelsea eftir áfrýjun. Verði því aflétt er talið öruggt að Giroud fái að skipta um félag.

Giroud er 33 ára gamall og er eftirsóttur af félögum í franska og ítalska boltanum.

Hann gekk í raðir Chelsea í janúar 2018 og hefur aðeins gert 5 mörk í 45 deildarleikjum. Hann var þó algjör lykilmaður er Chelsea vann Evrópudeildina á síðustu leiktíð og skoraði 11 mörk í keppninni, meðal annars í úrslitaleiknum gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner