Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. desember 2019 16:00
Elvar Geir Magnússon
Stutt í að Chelsea fái að vita hvort banninu verði aflétt
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, telur að Chelsea muni fá að vita það mjög fljótlega hvort kaupbanni félagsins verði aflétt.

Chelsea fékk tveggja glugga kaupbann frá FIFA og fékk ekki að kaupa leikmenn síðasta sumar. Ástæða bannsins er brot á reglum um samninga við unga leikmenn.

Félagið áfrýjaði banninu til alþjóðlega íþróttadómstólsins og fær bráðum að vita hvort banninu verði aflétt.

„Þetta ætti að skýrast bráðlega. Það eru nokkrir dagar í þetta tel ég," segir Lampard.

„Við þurfum bara að bíða og sjá áður en tekin verður ákvörðun um hvað gert verður í janúar."
Athugasemdir
banner
banner