Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 03. desember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Telegraph: Abraham gæti náð leiknum gegn Aston Villa
Mynd: Getty Images
Telegraph greinir frá því að þjálfararnir í teymi Chelsea séu vongóðir um að Tammy Abraham verði klár í slaginn fyrir leikinn gegn Aston Villa annað kvöld.

Abraham hefur verið í stuði sem fremsti maður Chelsea á leiktíðinni en hvorki Olivier Giroud né Michy Batshuayi hafa nýtt tækifæri sín með liðinu hingað til.

Giroud byrjaði síðasta leik á heimavelli gegn West Ham sem tapaðist 0-1. Abraham er markahæsti maður Chelsea í deildinni með 10 mörk í 13 leikjum. Hann skoraði 26 mörk í 40 að láni hjá Aston Villa á síðustu leiktíð.

Greint er frá því að Abraham mun gangast undir læknisskoðun og æfa með liðinu í dag. Ef gengur vel þá verður hann í byrjunarliðinu annað kvöld, annars gæti hann byrjað á bekknum eða jafnvel utan hóps ef ástandið versnað.

Frank Lampard ýjaði að því í viðtali í gær að hann gæti jafnvel prófað að nota Christian Pulisic sem fremsta mann.
Athugasemdir
banner
banner
banner