fim 03. desember 2020 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Dramatík í Austurríki - CSKA úr leik
Gareth Bale skoraði fyrir Tottenham
Gareth Bale skoraði fyrir Tottenham
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho og lærisveinar hans í Tottenham Hotspur eru komnir áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 3-3 jafntefli gegn LASK Linz í kvöld. CSKA Moskva er þá úr leik í riðlakeppninni eftir tap gegn Wolfsberger.

Peter Michorl kom LASK verðskuldað yfir á 42. mínútu með marki vel fyrir utan teig og í hægra hornið. Gareth Bale jafnaði aðeins örfáum mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu.

Heung-Min Son kom Tottenham yfir á 56. mínútu eftir sendingu frá Tanguy Ndombele.

Mikil dramatík átti sér stað undir lok leiks. Johannes Eggestein jafnaði metin á 84. mínútu eftir slakan varnarleik Tottenham. Hart var í boltanum en það dugði þó ekki til.

Tveimur mínútum síðar var Steven Bergwijn felldur í teignum hinum megin og vítaspyrna dæmd. Dele Alli fór á punktinn og skoraði nokkuð örugglega.

LASK tókst að jafna metin í uppbótartíma með frábæru skoti frá Mamadou Karamoko fyrir utan teig og lokatölur því 3-3. Þrátt fyrir þessi úrslit fer Tottenham áfram en liðið er með 10 stig eftir fimm leiki, þremur meira en LASK. Tottenham vann fyrri leikinn 3-0 og er því öruggt áfram fyrir lokaumferðina.

Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði CSKA Moskvu sem tapaði fyrir Wolfsberger, 1-0. CSKA þurfti á stigum að halda til að eiga möguleika á að fara áfram.

Arnór Sigurðsson kom inná á 76. mínútu en úrslitin þýða það að CSKA er í botnsæti K-riðils með 3 stig, fjórum stigum frá Wolfsberger sem er í öðru sæti.

Leicester City tapaði þá fyrir úkraínska liðinu Zorya, 1-0. Allahyar Sayyadmanesh skoraði eina mark leiksins á 84. mínútu. Leicester var búið að tryggja sætið í 32-liða úrslitum í kvöld.

AC Milan og Lille fara bæði upp úr H-riðlinum eftir sigra kvöldsins en MIlan vann Celtic 4-2. Zlatan Ibrahimovic var ekki með Milan í kvöld en það kom ekki að sök. Þá vann Lille 2-1 sigur á Sparta Prag.

Úrslit og markaskorarar:

AEK 2 - 4 Braga
0-1 Vitor Tormena ('8 )
0-2 Ricardo Esgaio ('10 )
1-2 Nelson Oliveira ('31 )
1-3 Ricardo Horta ('45 )
1-4 Wenderson Galeno ('83 )
2-4 Stavros Vasilantonopoulos ('89 )

Zorya 1 - 0 Leicester City
1-0 Allahyar Sayyadmanesh ('84 )

Milan 4 - 2 Celtic
0-1 Tomas Rogic ('7 )
0-2 Odsonne Edouard ('14 )
1-2 Hakan Calhanoglu ('24 )
2-2 Samu Castillejo ('26 )
3-2 Jens Hauge ('50 )
4-2 Brahim Diaz ('82 )

Lille 2 - 1 Sparta Praha
0-1 Ladislav Krejci ('71 )
1-1 Burak Yilmaz ('80 )
2-1 Burak Yilmaz ('84 )
Rautt spjald: Ondrej Celustka, Sparta Praha ('65)

Qarabag 1 - 1 Maccabi Tel Aviv
0-1 Yonatan Cohen ('22 , víti)
1-1 Jaime Romero ('37 )

Demir Grup Sivasspor 0 - 1 Villarreal
0-1 Samuel Chimerenka Chukweze ('75 )

LASK Linz 3 - 3 Tottenham
1-0 Peter Michorl ('42 )
1-1 Gareth Bale ('45 , víti)
1-2 Son Heung-Min ('56 )
2-2 Johannes Eggestein ('84 )
2-3 Dele Alli ('87 , víti)
3-3 Mamoudou Karamoko ('90 )

Antwerp 3 - 1 Ludogorets
1-0 Martin Hongla ('19 )
1-1 Kiril Despodov ('53 )
2-1 Ritchie De Laet ('72 )
3-1 Manuel Benson ('87 )
Rautt spjald: Dragos Grigore, Ludogorets ('90)

CSKA 0 - 1 Wolfsberger AC
0-1 Dario Vizinger ('22 )

Feyenoord 0 - 2 Dinamo Zagreb
0-1 Bruno Petkovic ('45 , víti)
0-2 Lovro Majer ('53 )

Crvena Zvezda 0 - 0 Hoffenheim

Gent 1 - 2 Liberec
0-1 Kamso Mara ('32 )
0-2 Taras Kacharaba ('55 )
1-2 Roman Yaremchuk ('60 )
Athugasemdir
banner
banner