Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. desember 2020 17:53
Elvar Geir Magnússon
Fimm leikmenn sem Man Utd gæti reynt að kaupa í janúar
Pau Torres.
Pau Torres.
Mynd: Getty Images
Eduardo Camavinga.
Eduardo Camavinga.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur tryggt sér Amad Diallo, 18 ára kantmann Atalanta, sem mætir á Old Trafford í janúar. En Manchester United lætur kannski ekki staðar numið þar, talað er um að Ole Gunnar Solskjær vilji bæta við miðverði og hægri bakverði.

Dayot Upamecano hjá RB Leipzig og Kalidou Koulibaly hjá Napoli hafa lengi verið orðaðir við United en ólíklegt að þeir séu fáanlegir í janúar. Mirror tók saman lista yfir fimm leikmenn sem United gæti reynt að fá til sín á nýju ári.

Pau Torres - Villarreal
Þessi 23 ára Spánverji er talinn einn besti ungi varnarmaður í La Liga og gæti verið fáanlegur í janúar. Hefur spilað sjö landsleiki fyrir Spánverja.

Jonny Evans - Leicester
Ef Solskjær getur ekki náð í einhvern af þeim miðvörðum sem eru efstir á blaði gæti Solskjær reynt að Evans aftur til félagsins. Þessi reynslumikli miðvörður var hjá United 2006-2015.

Ricardo Pereira - Leicester
Hægri bakvörður sem getur komið með mikla ógn sóknarlega. Hinn 27 ára Pereira getur spilað sem bakvörður, vængbakvörður og jafnvel leyst af á kantinum.

Eduardo Camavinga - Rennes
Þessi 18 ára franski landsliðsmaður gæti hrist upp í miðsvæðinu hjá Manchester United. Solskjær hefur verið að gera sífelldar breytingar á miðsvæðinu á tímabilinu og kannski er þörf á nýju og fersku blóði.

Thiago Almada - Velez Sarsfield
Frammistaða þessa 19 ára argentínska leikmanns Velez Sarsfield hefur búið til samanburð við sjálfan Lionel Messi. Spennandi sóknarmiðjumaður/vængmaður sem er talinn eiga bjarta framtíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner