fim 03. desember 2020 16:45
Elvar Geir Magnússon
Hörður Björgvin byrjar leik sem CSKA verður að vinna
Arnór Sigurðsson á bekknum
Hörður Björgvin Magnússon í leik með CSKA.
Hörður Björgvin Magnússon í leik með CSKA.
Mynd: Getty Images
Klukkan 17:55 hefst leikur CSKA Moskvu og austurríska liðsins Wolfsberger í K-riðli Evrópudeildarinnar.

CSKA er enn án sigurs í riðlinum og verður að vinna leikinn í kvöld. Leikið verður í talsverðum kulda en -5 gráður eru í höfuðborg Rússlands.

Hörður Björgvin Magnússon er á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá CSKA en Arnór Sigurðsson byrjar á bekknum.

Arnór vonast til að skora sitt fyrsta Evrópumark fyrir CSKA síðan hann skoraði í frægum 3-0 útisigri gegn Real Madrid 2018.

Þetta er næst síðasta umferð riðlakeppninnar en Feyenoord og Dinamo Zagreb mætast á sama tíma í hinum leik K-riðils.

Zagreb er með 8 stig á toppi riðilsins, Feyenoord er með 5 stig, Wolfsberger 4 og CSKA 3 stig. Íslendingaliðið þarf því að vinna leikinn til að eiga möguleika á að komast áfram.

fimmtudagur 3. desember
EUROPA LEAGUE: Group B
20:00 Arsenal - Rapid
20:00 Molde - Dundalk

EUROPA LEAGUE: Group A
20:00 Cluj - CSKA Sofia
20:00 Roma - Young Boys

EUROPA LEAGUE: Group C
20:00 Slavia Prag - Hapoel Beer Sheva
20:00 Nice - Leverkusen

EUROPA LEAGUE: Group D
20:00 Benfica - Lech
20:00 Rangers - Standard

EUROPA LEAGUE: Group E
20:00 Omonia - PAOK
20:00 Granada CF - PSV

EUROPA LEAGUE: Group F
20:00 AZ - Napoli
20:00 Real Sociedad - Rijeka

EUROPA LEAGUE: Group G
17:55 Zorya - Leicester
17:55 AEK - Braga

EUROPA LEAGUE: Group H
17:55 Lille - Sparta Prag
17:55 Milan - Celtic

EUROPA LEAGUE: Group I
17:55 Demir Grup Sivasspor - Villarreal
17:55 Qarabag - Maccabi Tel Aviv

EUROPA LEAGUE: Group J
17:55 Antwerp - Ludogorets
17:55 LASK Linz - Tottenham

EUROPA LEAGUE: Group K
17:55 CSKA - Wolfsberger AC
17:55 Feyenoord - Dinamo Zagreb

EUROPA LEAGUE: Group L
17:55 Gent - Liberec
17:55 Rauða stjarnan - Hoffenheim
Athugasemdir
banner
banner
banner