Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 03. desember 2020 10:53
Magnús Már Einarsson
Lars Lagerback með yfirlýsingu - Segist hafa verið rekinn
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Lars Lagerback, fráfarandi þjálfari Noreg, segir að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að slíta samstarfinu og hann hafi verið rekinn.

Lars tók við norska landsliðinu árið 2017 en liðið tapaði gegn Serbum á dögunum í umspili um sæti á EM á næsta ári. Lars var með samning fram yfir HM í Katar en uppsagnarákvæði var í samningnum núna sem norska sambandið ákvað að nýta sér.

Stale Solbakken hefur nú tekið við starfi landsliðsþjálfara en að sögn Lars vildi norska sambandið ráða þjalfara sem myndi stýra liðinu bæði í undankeppni HM og í undankeppni EM 2024.

Í yfirlýsingu sinni segir Lars að árangurinn í ár hafi ekki verið nægilega góður en kórónuveirufaraldurinn hafi truflað norska liðið mikið og orðið til þess að það náði ekki að vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni. Noregur varð að gefa leik þar eftir smit í leikmannahópnum.

„Það er alltaf leiðinlegt að kveðja lið sem þú hefur unnið með í mörg ár. Starfsfólkið okkar hefur staðið sig vel og sýnt mikla tryggð innan sem utan vallar til að hjálpa okkur að bæta árangurinn," sagði Lars.

„Leikmannahópurinn, hefur með nokkrum undantekningum, sýnt fagmannlegt hugarfar og lagt sig virkilega vel fram."

Lars endar yfirlýsingu sína á orðunum: „Að lokum, munið bara af hverju þið vinnið fótboltaleiki..."

Staða landsliðsþjálfara á Íslandi er laus og ljóst er að Lars verður einn af þeim sem verður orðaður við þá stöðu á næstunni.
Mun Ísland vinna Ísrael í umspilinu um EM sæti?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner