Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   fös 03. desember 2021 14:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Brjáluð dagskrá framundan
Mynd: EPA
Liverpool á leik gegn Wolves á morgun og hefst leikurinn klukkan 15:00. Liverpool er í þriðja sæti í deildinni, tveimur stigum á eftir Chelsea.

Jurgen Klopp, stjóri félagsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

„Það var gott að byrja leikin vel og það róaði menn niður. Þetta var besti leikurinn okar á Goodison frá því ég kom," sagði Klopp um leikinn á miðvikudag sem Liverpool vann sannfærandi gegn grönnunum í Everton á útivelli.

Í desember spilar Liverpool níu leiki á 29 dögum. „Við erum vanir þessari erfiðu dagskrá. Við verðum að sjá hvernig staðan er í miðjum desember og svo í lok mánaðar, álagið í desember er stöðugt í umræðunni."

„Þetta er brjálæði, hefur alltaf verið brjálæði og mun alltaf verða brjálæði þetta leikjaálag í desember. Allt er í fína lagi þangað til um jólin. Það er hefði og ég skil það en þetta er mjög erfitt í lok mánaðar,"
sagði Klopp.

Baráttan um efsta sætið er hörð en Klopp segist ekki horfa á Chelsea og Manchester City hugsandi að þau tapi vonandi leikjunum sínum. „Þetta er augljóslega mjög spennandi og þessi deild er sú gæðamesta. Það er ótrúlegt hversu góður þú þarft að vera til að vinna leik í þessari deild. Þú getur ekki unnið deildina í nóvember eða desember en þú getur mögulega tapað honum þá," sagði Klopp.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
8 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
9 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
10 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 25 -2 20
14 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
15 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 16 3 1 12 17 33 -16 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner