
Memphis Depay skoraði magnað mark fyrir hollenska landsliðið gegn Bandaríkjunum í 16-liða úrslitum á HM.
Liðið spilaði boltanum vel á milli sín en liðið náði 20 sendingum áður en Depay setti boltann í netið.
Martin Keown lýsir leiknum á BBC en hann sagði að þetta yrði eitt af mörkum mótsins.
„Þetta er eitt af bestu mörkunum sem þú munt sjá á þessu heimsmeistaramóti. Svo fallegt, skarpar sendingar, sending á Depaysem kláraði glæsilega. Þetta er skólabókardæmi, þeir prjónuðu sig í gegnum bandaríska liðið," sagði Keown.
Daley Blind tvöfaldaði forystu Hollands undir lok fyrri hálfleiks.
20 - Memphis Depay's goal ended a sequence of 20 uninterrupted passes, the most on record for a Netherlands goal at the World Cup (1966 onwards). Total. pic.twitter.com/fQU2N0EDxy
— OptaJoe (@OptaJoe) December 3, 2022