Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. desember 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjálfari Gana hættur eftir að liðið féll úr leik
Mynd: Getty Images

Otto Addo þjálfaði landslið Gana á HM en liðið féll úr leik í gær eftir tap gegn Úrúgvæ. Addo tilkynnti eftir leikinn að hann væri hættur.


Gana þurfti stig í síðasta leiknum til að komast áfram. Liðið fékk gullið tækifæri til að komast yfir í leiknum en Andre Ayew klikkaði á vítapunktinum.

Úrúgvæ refsaði og Giorgian De Arrascaeta skoraði tvö mörk og tryggði Úrúgvæ 2-0 sigur, sem var reyndar ekki nóg fyrir þá heldur.

Addo var aðstoðarþjálfari serbneska þjálfarans Milovan Rajevac hjá Gana þangað til í febrúar þegar Rajevac var rekinn eftir að liðinu mistókst að komast á Afríkumótið.

Addo tók þá við tímabundið og kom liðinu á HM og fékk samning út mótið. Hann segist núna ætla einbeita sér af þjálfun ungra leikmanna hjá Dortmund þar sem hann hefur verið við störf frá 2019.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner