Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   sun 03. desember 2023 17:52
Brynjar Ingi Erluson
Trent: Flottasta mark leiksins þangað til Mac Allister skoraði
Trent Alexander-Arnold fagnar sigurmarkinu
Trent Alexander-Arnold fagnar sigurmarkinu
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold er farinn að líta út eins og endurfæddur Steven Gerrard á vellinum, en hann skoraði tvö mörk er Liverpool vann 4-3 sigur á Fulham á Anfield í dag.

Liverpool var að tapa leiknum, 3-2, á 87. mínútu áður en Jürgen Klopp gerði skiptingu sem breytti öllu.

Wataru Endo kom inn fyrir Ryan Gravenberch og stuttu síðar jafnaði japanski landsliðsmaðurinn með glæsilegu marki fyrir utan teig áður en Alexander-Arnold gerði sigurmarki tæpri mínútu síðar.

„Ég er himinlifandi. Mikilvægur leikur og mark fyrir liðið. Við þurftum sigurinn. Við vorum ekki líklegir til að vinna á 87. mínútu, en við lögðum allt í þetta og fundum leið. Við gerðum það í síðustu viku og gerðum það aftur í dag,“ sagði Alexander-Arnold.

„Við vissum að það yrði miklu bætt við venjulegan leiktíma og vissum líka að við myndum fá færin. Skriðþunginn frá áhorfendum og leikmönnum var að ýta okkur framar á völlinn til að ná í sigurmarkið.“

Alexander-Arnold skoraði tvö falleg mörk í leiknum. Fyrra úr aukaspyrnu, sem að vísu fór af bakinu á Bernd Leno í netið, en engu að síður fallegt. Hann taldi það vera flottasta mark leiksins þangað til argentínski miðjumaðurinn skoraði sturlað mark af 30 metrum.

„Tæknilega séð skoraði ég ekki tvö, en ég tek það samt. Það er alltaf gaman þegar aukaspyrna fer af tréverkinu og finnur leið í netið. Fallegt mark þó ég segi sjálfur frá. Þegar ég skoraði úr aukaspyrnunni þá hélt ég að þetta væri flottasta mark leiksins en 20 mínútum síðar kemur Mac Allister og skorar þetta sturlaða mark,“ sagði Alexander-Arnold.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner