Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 03. desember 2024 11:34
Elvar Geir Magnússon
Braut reglur með því að skrifa 'Ég elska Jesú' á regnbogabandið
Marc Guehi varnarmaður Crystal Palace gæti fengið refsingu frá enska fótboltasambandinu eftir að hann skrifaði 'Ég elska Jesú' á regnbogafyrirliðabandið sitt.

Guehi var með bandið í 1-1 jafnteflisleik Palace gegn Newcastle á laugardaginn.

Samkvæmt reglum enska fótboltasambandsins er bannað að vera með pílitísk eða trúarleg skilaboð á fyrirliðabandinu.

Guehi hefur fengið gagnrýni fyrir að skrifa á bandið en fyrirliðar ensku deildarinnar voru með það til að sýna LGBTQ+ samfélaginu stuðning.

„Ég ólst upp við að elska Guð og þegar ég fæ tækifæri til þess fer ég í kirkju með fjölskyldu minni. Trúin er stór hluti af mínu lífi. Ég reyni að vera fyrirmynd í fótboltanum," segir Guehi.

Í gær fjölluðum við um það að Sam Morsy, fyrirliði Ipswich Town, kaus að vera ekki með regnbogaband þegar hans menn töpuðu gegn Nottingham Forest síðasta laugardag. Morsy er múslimi og kaus hann að vera ekki með regnbogabandið af trúarástæðum.

Bosníumaðurinn Anel Ahmedhodzic neitaði að vera með regnbogaband í leik með Sheffield United í fyrra og vildi ekki gefa útskýringu á ástæðu þess opinberlega.
Athugasemdir
banner
banner