Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   þri 03. desember 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
„Chelsea mun ríkja yfir ensku úrvalsdeildinni“
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, er afskaplega bjartsýnn á framtíðina.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, er afskaplega bjartsýnn á framtíðina.
Mynd: Getty Images
Enzo Maresca stjóri Chelsea segir að félagið muni taka yfir ensku úrvalsdeildina á næstu fimm til tíu árum.

Þessi 44 ára Ítali segir að liðið eigi ekki möguleika á titlinum þetta tímabilið en að félagið muni „ríkja yfir“ deildinni í framtíðinni undir eigendunum Todd Boehly og Clearlake Capital.

Meðalaldur Chelsea liðsins er rétt rúmlega 23 ár og telur Maresca að liðið hafi ekki reynsluna í dag til að standa uppi sem sigurvegari.

„Við erum ekki í titilbaráttunni, við erum ekki í henni að mínu mati. Vegna aldurssamsetningarinnar og gæðanna í hópnum þá tel ég að Chelsea verði á næstu fimm til tíu árum eitt af þeim liðum, eða það lið, sem mun ríkja yfir deildinni," segir Maresca.

„Þetta sagði ég við eigendurna þegar ég hitti þá fyrst og skoðun mín hefur ekki breyst. Ég var fenginn til að byggja upp lið fyrir næstu ár og við erum á réttri leið."

Chelsea hefur verið að taka bætingum og finna meiri stöðugleika undir stjórn Maresca en liðið situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 22 16 5 1 54 21 +33 53
2 Arsenal 23 13 8 2 44 21 +23 47
3 Nott. Forest 23 13 5 5 33 27 +6 44
4 Man City 23 12 5 6 47 30 +17 41
5 Newcastle 23 12 5 6 41 27 +14 41
6 Chelsea 23 11 7 5 45 30 +15 40
7 Bournemouth 23 11 7 5 41 26 +15 40
8 Aston Villa 22 10 6 6 33 34 -1 36
9 Brighton 23 8 10 5 35 31 +4 34
10 Fulham 22 8 9 5 34 30 +4 33
11 Brentford 23 8 5 10 40 39 +1 29
12 Crystal Palace 23 6 10 7 25 28 -3 28
13 Man Utd 22 7 5 10 27 32 -5 26
14 West Ham 22 7 5 10 27 43 -16 26
15 Tottenham 23 7 3 13 46 37 +9 24
16 Everton 22 5 8 9 19 28 -9 23
17 Leicester 23 4 5 14 25 49 -24 17
18 Wolves 23 4 4 15 32 52 -20 16
19 Ipswich Town 23 3 7 13 21 47 -26 16
20 Southampton 23 1 3 19 16 53 -37 6
Athugasemdir
banner
banner