
Helga Guðrún Kristinsdóttir hefur framlengt samning sinn við Fylki út næsta ár.
Helga kom til Fylkis frá Álftanesi fyrir síðasta tímabil og spilaði 12 leiki og gerði 1 mark í Lengjudeildinni.
Hún á að baki 165 leiki fyrir Grindavík, Stjörnuna, Álftanes og Trikala og gert 37 mörk.
Á dögunum framlengdi hún samning sinn við Fylki út næsta ár og mun því spila með liðinu næstu tvö tímabil.
Fylkir hafnaði í 6. sæti deildarinnar á síðasta ári og gerði níu jafntefli í deildinni.
Athugasemdir