Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. mars 2020 10:19
Magnús Már Einarsson
Barcelona, Liverpool og Real Madrid berjast um Ferran Torres
Powerade
Ferran Torres.
Ferran Torres.
Mynd: Getty Images
BBC hefur tekið saman helstu kjaftasögurnar úr slúðurblöðunum í dag.



Jude Bellingham (16) miðjumaður Birmingham er á leið til Borussia Dortmund á 30,4 milljónir punda. (Bild)

Tottenham þarf að berjast fyrir því að halda Harry Kane (26) innan sinna raða ef félagið fer ekki í Meistaradeildina. (Telegraph)

Barcelona, Liverpool og Real Madrid eru að berjast um Ferran Torres (20) kantmann Valencia. (Daily Mail)

Real Madrid hefur óskað eftir að fá að fylgjast með áætlunum Mauricio Pochettino en félagið gæti ráðið hann sem þjálfara í stað Zinedine Zidane. (Independent)

West Ham ætlar að reyna að fá framherjann Ollie Watkins (24) frá Brentford í sumar. Watkins hefur skorað 22 mörk í Championship deildinni í vetur. (Sun)

Everton er að skoða nokkra miðjumenn en einn af þeim er Marc Roca (23) hjá Espanyol. (Liverpool Echo)

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, vill að starfslið sitt læri betri ensku. (Guardian)

Vicnent Tan, eigandi Cardiff, hefur selt helminginn af eignarhlut sínum í Los Angeles FC og hann ku stefna á að selja hinn helminginn líka. (LA Times)

Aston Villa hefur áhuga á Morgan Sanson (25) miðjumanni Marseille. (Birmingham Mail)

Ben Foster, markvörður Watford, segir að sögusagnir um félagaskipti til Tottenham séu bara tal í blöðunum. (Watford Observer)

Atletico Madrid er í bílstjórasætinu í baráttunni um Ivan Rakitic (31) miðjumann Barcelona. (Marca)

Steven Gerrard, stjóri Rangers, ætlar ekki að hætta hjá félaginu. Hann segist einungis ætla að fara ef hann verður rekinn. (The Scotsman)
Athugasemdir
banner
banner