mið 04. mars 2020 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nikola Kristinn í Þór (Staðfest)
Nikola Kristinn gerði samning við Þór.
Nikola Kristinn gerði samning við Þór.
Mynd: Þór
Nikola Kristinn Stojanovic skrifaði í dag undir samning við Þór Akureyri. Hann kemur til félagsins frá Fjarðabyggð.

Nikola er uppalinn hjá Þór, en hefur síðastliðin þrjú spilað í Fjarðabyggð þar sem hann hefur staðið sig vel og öðlast mikla reynslu. Nikola er fæddur árið 2000 en hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið yfir 60 meistaraflokksleiki.

„Gleðitíðindi að fá þennan Þórsara heim í Þorpið," segir í tilkynningu Þórs.

Þór hafnaði á síðasta tímabil í sjötta sæti 1. deildar. Eftir tímabilið tók Páll Viðar Gíslason aftur við stjórnartaumunum hjá félaginu.

Smelltu hér til að skoða viðtal sem var tekið við Nikola þegar hann var leikmaður 4. umferðar í 2. deild karla á síðustu leiktíð.

Komnir:
Sveinn Óli Birgisson frá Magna
Aðalgeir Axelsson frá Tindastóli (var á láni)
Bergvin Jóhannsson frá Magna
Elvar Baldvinsson frá Völsungi
Guðni Sigþórsson frá Magna (var á láni)
Izaro Abella Sanchez frá Leikni F.
Jón Óskar Sigurðsson frá Tindastóli (var á láni)
Nikola Kristinn Stojanovic frá Fjarðabyggð
Ólafur Aron Pétursson frá KA

Farnir:
Alexander Ívan Bjarnason í Magna
Aron Elí Sævarsson í Val (var á láni)
Ágúst Þór Brynjarsson í Magna
Ármann Pétur Ævarsson hættur
Dino Gavric til Króatíu
Nacho Gil í Vestra
Rick Ten Voorde í Víking R. (var á láni)
Tómas Örn Arnarson í Magna (á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner