Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. mars 2020 14:57
Elvar Geir Magnússon
Skoðun á baki Rashford kom vel út
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að niðurstöður úr myndatöku sem Marcus Rashford fór í hafi verið mjög jákvæðar.

Sóknarmaðurinn enski spilaði síðast fyrir United um miðjan janúar, gegn Wolves, en þurfti að fara af velli vegna bakmeiðsla.

Það var þá opinberað að hann hafði verið að glíma við bakvandamál í einhverjar vikur.

Rashford hefur misst af síðustu sex úrvalsdeildarleikjum og vaknað hafa áhyggjur af því að hann komi ekki meira við sögu á tímabilinu.

„Hann vill spila aftur eins fljótt og mögulegt er. Ef hann kemur aftur í apríl og getur klárað tímabilið með okkur er það frábært en ef það tekur lengri tíma þá er það bara svoleiðis," segir Solskjær.

„Við þurfum að sýna skynsemi því Marcus mun spila hérna í mörg ár í viðbót. Niðurstöðurnar úr myndatökunni gáfu ástæðu til bjartsýni. Hann er núna að æfa í ræktinni og í lauginni, hreyfingarnar hans eru orðnar betri."

Rashford er með 19 mörk í 31 leik á tímabilinu.

Manchester United heimsækir Derby County í FA-bikarnum á morgun en Daniel James og Aaron Wan-Bissaka verða ekki með í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner