Hollenska B-deildarliðið PEC Zwolle gjörsamlega slátraði Den Bosch, 13-0, er liðin mættust í gær.
Zwolle, sem er á toppnum í B-deildinni, hafði tapað síðustu tveimur leikjum fyrir leikinn gegn Den Bosch og voru leikmenn liðsins harð ákveðnir í að svara fyrir það.
Liðið skoraði ekki nema sjö mörk í fyrri hálfleiknum og skoraði gríski framherjinn Apostolos Vellios þrennu á fyrstu tólf mínútunum en hann skoraði alls fjögur mörk í leiknum.
Í þeim síðari komu sex mörk til viðbótar og skoraði varamaðurinn Lennart Thy þrennu.
Zwolle jafnaði þar með met Ajax frá 2020 er liðið vann 13-0 sigur á VVV Venlo.
Zwolle er á hraðri leið upp um deild en liðið er í toppsæti B-deildarinnar með 60 stig, sex stigum á undan Heracles.
AFGELOPEN | PEC Zwolle - FC Den Bosch: 13-0!
— PEC Zwolle (@PECZwolle) March 3, 2023
?? Vellios 1-0
?? Vellios 2-0
?? Vellios 3-0
?? Medunjanin 4-0
?? Taha 5-0
?? Vellios 6-0
?? Van den Belt 7-0
?? Thy 8-0
?? Beelen 9-0
?? Thy 10-0
?? Thy 11-0
?? Van den Belt 12-0
?? D. van den Berg 13-0#pecdbo #peczwolle pic.twitter.com/GAYzUdpLSb
Athugasemdir