Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   lau 04. mars 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Skoruðu þrettán mörk og jöfnuðu ótrúlegt met Ajax
Lennart Thy kom inná í hálfleik og skoraði þrennu
Lennart Thy kom inná í hálfleik og skoraði þrennu
Mynd: Getty Images
Hollenska B-deildarliðið PEC Zwolle gjörsamlega slátraði Den Bosch, 13-0, er liðin mættust í gær.

Zwolle, sem er á toppnum í B-deildinni, hafði tapað síðustu tveimur leikjum fyrir leikinn gegn Den Bosch og voru leikmenn liðsins harð ákveðnir í að svara fyrir það.

Liðið skoraði ekki nema sjö mörk í fyrri hálfleiknum og skoraði gríski framherjinn Apostolos Vellios þrennu á fyrstu tólf mínútunum en hann skoraði alls fjögur mörk í leiknum.

Í þeim síðari komu sex mörk til viðbótar og skoraði varamaðurinn Lennart Thy þrennu.

Zwolle jafnaði þar með met Ajax frá 2020 er liðið vann 13-0 sigur á VVV Venlo.

Zwolle er á hraðri leið upp um deild en liðið er í toppsæti B-deildarinnar með 60 stig, sex stigum á undan Heracles.


Athugasemdir
banner
banner