Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 04. mars 2024 18:02
Brynjar Ingi Erluson
Alonso sagður færast nær Bayern
Mynd: EPA
Spænski þjálfarinn Xabi Alonso er nú sagður hallast að því taka við Bayern München frekar en Liverpool eftir tímabilið. Þetta segir Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi.

Alonso hefur gert ótrúlega hluti með Bayer Leverkusen á þessu tímabili.

Liðið er með tíu stiga forystu á toppnum og ekki enn tapað leik í öllum keppnum á leiktíðinni.

Thomas Tuchel hættir með Bayern í sumar og er Alonso talinn líklegastur til að taka við keflinu af honum, en Bayern mun berjast við Liverpool.

Liverpol missir Jürgen Klopp og sér enska félagið Alonso sem fullkominn arftaka, en Plettenberg segir nú að Bayern sé að leiða baráttuna.

Alonso er sagður hallast að því að taka við Bayern frekar en Liverpool og hafa viðræður átt sér stað.

Bayern þyrfti að punga út 15-25 milljónum evra til að fá hann lausan frá Leverkusen, en ef Alonso ákveður að fara annað þá er Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, næstur á blaði.
Athugasemdir
banner
banner
banner