Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 04. apríl 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Capello: Spurði stjörnurnar hvort þeir vildu frekar Hart eða 'Ógæfu' James
Robert Green gerði slæm mistök í mark Clint Dempsey
Robert Green gerði slæm mistök í mark Clint Dempsey
Mynd: Getty Images
Fabio Capello var í mjög svo áhugaverðu viðtali hjá The Guardian. Capello er margreyndur þjálfari en hann stýrði enska landsliðinu á tímabili. Hann rifjar upp athyglisverða sögu frá HM2010.

Rob Green, markvörður West Ham, byrjaði fyrsta leikinn gegn Bandaríkjunum en gerði mistök sem kostuðu mark. Capello segist hafa spurt stjörnur liðsins hvorn þeir vildu frekar fá í markið, Joe Hart eða David 'ógæfu' James, í stað Green.

„Það má ekki segja neitt. Allir gera mistök. Hann gerði ein mistök svo ég gerði breytingar. Ég setti 'Ógæfu' James í markið," sagði Capello.

„Ég var með Green og Hart, sem þá var ungur. Ég spurði leikmeninna; Hart eða Ógæfuna? Ógæfan var svarið. Ég setti Ógæfuna í markið því ég treysti leikmönnunum. John Terry og varnarmennirnir höfðu meiri trú á James. Hart hafði einungis spilað einn leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner