Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   þri 04. maí 2021 22:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hvar gerist það annars staðar að leikmenn og þjálfarar spái til um einhverja stöðu?"
Okkur var pakkað saman
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Mér fannst þetta byrja vel og alveg rúlla, mér fannst fyrstu þrjú mörkin vera blanda af reynsluleysi og óheppni," sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir 0-9 stórtap gegn Breiðabliki í kvöld.

Staðan í hálfleik var 3-0.

„Við ætluðum okkur að gera betur (í seinni). Förum út á völl grjótharðar og ætluðum að standa okkur en svo bara var þetta slæmt og það sem við ætlum að taka úr þessum leik er lærdómur, ef við getum það ekki þá er það slæmt."

Lestu um leikinn: Breiðablik 9 -  0 Fylkir

„Við hefðum alveg getað sett rútuna fyrir markið og reynt að spila einhvern annan leik en okkur langaði í þennan leik. Þetta var slæmt."

Mikið hefur verið rætt um brotthvarf leiðtoganna Berglindar og Cecilíu úr Fylkis liðinu frá síðasta tímabili. Vantaði einhvern til að öskra liðið saman?

„Það er kannski klárt þegar staðan var 5-0. Þá held ég að það hafi klárlega þurft einhverjar raddir."

„Það er alltaf verið að tala um þessa spá. Hvar gerist það annars staðar en á Íslandi að leikmenn og þjálfarar spái til um einhverja stöðu? Ég held að það sé bara íslenskt fyrirbrigði. Þetta er kannski munurinn á öðru og þriðja sætinu - ég held ekki,"
sagði Kjartan og brosti.

Er þessi spá eitthvað að trufla ykkur?

„Nei, mér finnst það ekki."

„Við höfum horft á það í Lengjubikar að Valur og Breiðablik hafa pakkað liðum. Okkur var pakkað saman í dag."

Hvað þýðir þetta fyrir Fylkisliðið?

„Þetta þýðir að við þurfum að vinna þetta saman, og standa saman. Við ætlum okkur að vera ofarlega, svipuðum stað og í fyrra," sagði Kjartan.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner