Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 04. maí 2021 22:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hvar gerist það annars staðar að leikmenn og þjálfarar spái til um einhverja stöðu?"
Okkur var pakkað saman
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Mér fannst þetta byrja vel og alveg rúlla, mér fannst fyrstu þrjú mörkin vera blanda af reynsluleysi og óheppni," sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir 0-9 stórtap gegn Breiðabliki í kvöld.

Staðan í hálfleik var 3-0.

„Við ætluðum okkur að gera betur (í seinni). Förum út á völl grjótharðar og ætluðum að standa okkur en svo bara var þetta slæmt og það sem við ætlum að taka úr þessum leik er lærdómur, ef við getum það ekki þá er það slæmt."

Lestu um leikinn: Breiðablik 9 -  0 Fylkir

„Við hefðum alveg getað sett rútuna fyrir markið og reynt að spila einhvern annan leik en okkur langaði í þennan leik. Þetta var slæmt."

Mikið hefur verið rætt um brotthvarf leiðtoganna Berglindar og Cecilíu úr Fylkis liðinu frá síðasta tímabili. Vantaði einhvern til að öskra liðið saman?

„Það er kannski klárt þegar staðan var 5-0. Þá held ég að það hafi klárlega þurft einhverjar raddir."

„Það er alltaf verið að tala um þessa spá. Hvar gerist það annars staðar en á Íslandi að leikmenn og þjálfarar spái til um einhverja stöðu? Ég held að það sé bara íslenskt fyrirbrigði. Þetta er kannski munurinn á öðru og þriðja sætinu - ég held ekki,"
sagði Kjartan og brosti.

Er þessi spá eitthvað að trufla ykkur?

„Nei, mér finnst það ekki."

„Við höfum horft á það í Lengjubikar að Valur og Breiðablik hafa pakkað liðum. Okkur var pakkað saman í dag."

Hvað þýðir þetta fyrir Fylkisliðið?

„Þetta þýðir að við þurfum að vinna þetta saman, og standa saman. Við ætlum okkur að vera ofarlega, svipuðum stað og í fyrra," sagði Kjartan.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner