Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
banner
   þri 04. maí 2021 22:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hvar gerist það annars staðar að leikmenn og þjálfarar spái til um einhverja stöðu?"
Okkur var pakkað saman
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Mér fannst þetta byrja vel og alveg rúlla, mér fannst fyrstu þrjú mörkin vera blanda af reynsluleysi og óheppni," sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir 0-9 stórtap gegn Breiðabliki í kvöld.

Staðan í hálfleik var 3-0.

„Við ætluðum okkur að gera betur (í seinni). Förum út á völl grjótharðar og ætluðum að standa okkur en svo bara var þetta slæmt og það sem við ætlum að taka úr þessum leik er lærdómur, ef við getum það ekki þá er það slæmt."

Lestu um leikinn: Breiðablik 9 -  0 Fylkir

„Við hefðum alveg getað sett rútuna fyrir markið og reynt að spila einhvern annan leik en okkur langaði í þennan leik. Þetta var slæmt."

Mikið hefur verið rætt um brotthvarf leiðtoganna Berglindar og Cecilíu úr Fylkis liðinu frá síðasta tímabili. Vantaði einhvern til að öskra liðið saman?

„Það er kannski klárt þegar staðan var 5-0. Þá held ég að það hafi klárlega þurft einhverjar raddir."

„Það er alltaf verið að tala um þessa spá. Hvar gerist það annars staðar en á Íslandi að leikmenn og þjálfarar spái til um einhverja stöðu? Ég held að það sé bara íslenskt fyrirbrigði. Þetta er kannski munurinn á öðru og þriðja sætinu - ég held ekki,"
sagði Kjartan og brosti.

Er þessi spá eitthvað að trufla ykkur?

„Nei, mér finnst það ekki."

„Við höfum horft á það í Lengjubikar að Valur og Breiðablik hafa pakkað liðum. Okkur var pakkað saman í dag."

Hvað þýðir þetta fyrir Fylkisliðið?

„Þetta þýðir að við þurfum að vinna þetta saman, og standa saman. Við ætlum okkur að vera ofarlega, svipuðum stað og í fyrra," sagði Kjartan.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner