Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   þri 04. maí 2021 22:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hvar gerist það annars staðar að leikmenn og þjálfarar spái til um einhverja stöðu?"
Okkur var pakkað saman
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Mér fannst þetta byrja vel og alveg rúlla, mér fannst fyrstu þrjú mörkin vera blanda af reynsluleysi og óheppni," sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir 0-9 stórtap gegn Breiðabliki í kvöld.

Staðan í hálfleik var 3-0.

„Við ætluðum okkur að gera betur (í seinni). Förum út á völl grjótharðar og ætluðum að standa okkur en svo bara var þetta slæmt og það sem við ætlum að taka úr þessum leik er lærdómur, ef við getum það ekki þá er það slæmt."

Lestu um leikinn: Breiðablik 9 -  0 Fylkir

„Við hefðum alveg getað sett rútuna fyrir markið og reynt að spila einhvern annan leik en okkur langaði í þennan leik. Þetta var slæmt."

Mikið hefur verið rætt um brotthvarf leiðtoganna Berglindar og Cecilíu úr Fylkis liðinu frá síðasta tímabili. Vantaði einhvern til að öskra liðið saman?

„Það er kannski klárt þegar staðan var 5-0. Þá held ég að það hafi klárlega þurft einhverjar raddir."

„Það er alltaf verið að tala um þessa spá. Hvar gerist það annars staðar en á Íslandi að leikmenn og þjálfarar spái til um einhverja stöðu? Ég held að það sé bara íslenskt fyrirbrigði. Þetta er kannski munurinn á öðru og þriðja sætinu - ég held ekki,"
sagði Kjartan og brosti.

Er þessi spá eitthvað að trufla ykkur?

„Nei, mér finnst það ekki."

„Við höfum horft á það í Lengjubikar að Valur og Breiðablik hafa pakkað liðum. Okkur var pakkað saman í dag."

Hvað þýðir þetta fyrir Fylkisliðið?

„Þetta þýðir að við þurfum að vinna þetta saman, og standa saman. Við ætlum okkur að vera ofarlega, svipuðum stað og í fyrra," sagði Kjartan.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner