þri 04. maí 2021 19:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tæplega 200 leikja maður í úrvalsdeildinni í Vogana (Staðfest)
Marc Wilson
Marc Wilson
Mynd: Getty Images
Marc Wilson og Hermann Hreiðarsson (mynd frá 2015)
Marc Wilson og Hermann Hreiðarsson (mynd frá 2015)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var greint frá því í hlaðvarpsþættinum Ástríðan í kvöld að Marc Wilson, fyrrum leikmaður Portsmouth, Stoke, Sunderland, Bournemouth og Bolton sé að ganga í raðir Þróttar Vogum.

Wilson er 33 ára gamall og getur bæði spilað sem varnar- og miðjumaður.

Hann lék 25 A-landsleiki fyrir írska landsliðið á árunum 2011-2016. Wilson á tæplega 200 leiki í úrvalsdeildinni að baki, þá langflesta með Stoke.

Hermann Hreiðarsson, þjálfari Þróttar, var hjá Portsmouth með Wilson á árunum 2007-2010. Wilson verður með Hemma og Andy Pew í þjálfarateymi Þróttar.

„Nýr liðsmaður í Þrótt Voga - Verður í þjálfarateymi liðsins.
Fyrrum landsliðsmaður Írska landsliðsins, Marc Wilson spilar með Þrótti Vogum í sumar.

Það þarf vart að taka fram hversu mikill hvalreki þetta er fyrir Þrótt Vogum. Marc spilaði með Hermanni Hreiðarssyni í Portsmouth á sínum tíma og Stoke. Marc sem er 33 ára spilaði síðast hjá Bolton og á að baki 181 leik í ensku úrvalsdeildinni.

Marc er að afla sér þjálfararéttinda verður í þjálfarateymi Þróttar í sumar ásamt Hermanni Hreiðarssyni og Andy Pew,"
segir í tilkynningu Þróttar.

Hlusta má á Ástríðuna hér að neðan.




Ástríðan - Premier League leikmaður í Vogana og upphitun fyrir 1. umferð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner