Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mið 04. maí 2022 12:00
Fótbolti.net
9. sæti í spá Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina: Grótta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Chris Brazell
Chris Brazell
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Melsted er einn af þeim sem hefur verið lengi í Gróttu
Kristófer Melsted er einn af þeim sem hefur verið lengi í Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigurbergur Áki
Sigurbergur Áki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn Arnar Þór skoraði fjögur mörk í bikarleik á dögunum.
Fyrirliðinn Arnar Þór skoraði fjögur mörk í bikarleik á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Sex aðilar spáðu í spilin fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-12 eftir því hvar þeim var spáð. Efsta sætið hjá hverjum aðila fékk tólf stig og svo koll af kolli.

Spáin:
9. sæti Grótta, 26 stig
10. Afturelding, 21 stig
11. KV, 13 stig
12. Þróttur Vogum, 6 stig

Um liðið: Grótta féll úr efstu deild árið 2020 og endaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra. Liðið náði í 21 stig seinni hluta mótsins í fyrr og náði í 25 af 35 stigum sínum á heimavelli. Liðið hefur sótt unga leikmenn á leikmannamarkaðnum og munu þeir væntanlega fá talsvert af tækifærum.

Þjálfarinn: Christopher Brazell (1992) tók við þjálfun Gróttu í haust eftir að hafa verið aðstoðarmaður Ágústs Gylfasonar tímabilið 2021. Chris kom fyrst tiæ Íslands árið 2018 og var þá með afreksnámskeið hjá Gróttu. Hann var þá starfsmaður Norwich á Englandi. Chris er Halldór Kristján Baldursson verður Chris til aðstoðar.

Sjá einnig:
Leið Brazell í þjálfarastólinn hjá Gróttu

Álit séfræðings
Rafn Markús og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Rafn Markús gefur sitt álit á Gróttu.

„Grótta hefur, þrátt fyrir gengið síðustu ár, verðið mikið undir radarinn í umfjöllun. Það var mikil áhersla lögð á að halda Christopher hjá félaginu. Hann er ungur, taktískur og spennandi þjálfari með skýra sýn. "

„Mér skilst að fyrstu vikurnar og mánuðirnir hafi verið frekar þungir hjá þeim en hann sé í dag með leikmenn sem eru tilbúnir að berjast fyrir hann. Þeir eru ferskir, beinskeyttir, duglegir, geta haldið í boltann og sótt hratt, sem er svipað og Grótta hefur verið að gera síðustu ár. Ólíkt mörgum liðum sem spáð er í neðri hlutanum þá er Grótta enn með marga leikmenn sem hafa farið með liðinu milli deilda síðustu ár og er komin mikil reynsla í liðið frá því félagið var í 2. deildinni árið 2018.

„Christopher er ráðinn til að byggja upp liðið og hugsunin hlýtur að vera að hann geri það til lengri tíma. Markmiðið er að halda áfram að gera Gróttu gildandi í Lengjudeildinni og mögulega komast einhvern tímann aftur upp."


Lykilmenn: Arnar Þór Helgason, Kristófer Orri Pétursson og Kristófer Melsted.

Fylgist með: Sigurbergur Áki Jörundsson
Það verður gaman að fylgjast með Sigurbergi Áka, nýjasta liðsmanni Gróttu sem er á láni frá Stjörnunni. Hann er 18 ára hávaxinn miðvörður sem fær vonandi tækifæri til að sýna hversu öflugur hann er í liði Gróttu. Hann sleit krossband í lok sumars 2020 og hefur verið að koma sterkur til baka eftir langt ferli. Fyrir meiðslin spilaði hann þrjá leiki með U16.

Komnir:
Arnar Daníel Aðalsteinsson frá Breiðabliki (á láni)
Ágúst Freyr Hallsson frá Elliða (var á láni)
Benjamin Friesen frá Þýskalandi
Dagur Þór Hafþórsson frá FH (á láni)
Hilmar Þór Kjærnested Helgason frá Breiðabliki (á láni)
Kristófer Leví Sigtryggsson frá Fylki
Luke Rae frá Vestra
Sigurbergur Áki Jörundsson frá Stjörnunni (á láni)

Farnir:
Agnar Guðjónsson í Þrótt Vogum
Bessi Jóhannsson í Njarðvík
Björn Axel Guðjónsson í KV
Halldór Kristján Baldursson í Kríu
Kári Daníel Alexandersson í Val (var á láni)
Kári Sigfússon í Elliða
Pétur Theódór Árnason í Breiðablik
Sigurvin Reynisson í Kríu

Fyrstu leikir Gróttu:
7. maí gegn Vestra á heimavelli
13. maí gegn Selfossi á útivelli
19. maí gegn HK á heimavelli

Spámenn: Elvar Geir, Guðmundur Aðalsteinn, Rafn Markús, Sæbjörn Steinke, Tómas Þór og Úlfur Blandon.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner