Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   fim 04. maí 2023 23:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Selfossi
Bjössi um aðdragandann að leiknum: Það er katastrófa
Kvenaboltinn
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss fagnar marki á síðustu leiktíð.
Selfoss fagnar marki á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjössi á hliðarlínunni.
Bjössi á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er svekktur," sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, eftir 1-2 tap gegn Þrótti í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Mér fannst Þróttararnir erfiðir, þær eru góðar og eru langt komnar í sínum leik. Við erum að feta hægan veg í áttinni að því að verða betri. Mér fannst þessi leikur ekki vera mörg skref áfram frá síðasta leik."

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 Þróttur R.

Selfoss endaði fyrri hálfleikinn á því að jafna metin en náði ekki að fylgja því nægilega vel eftir í seinni hálfleik.

„Við missum taktinn í varnarleiknum snemma í seinni hálfleik. Talningin á miðjunni fer svolítið illa. Við týndum stöðum og það opnaðist fyrir miðjuna hjá þeim. Við vorum bara í eltingarleik, ég var ekki ánægður hvað við vorum langt frá þeim í pressunni."

Selfoss er án stiga eftir fyrstu tvo leikina. Er það áhyggjuefni?

„Nei, það held ég ekki. Þetta fær allt að taka sinn tíma. Ég hef ekki brjálaðar áhyggjur, við komum aftur," sagði Bjössi.

Virðingarleysi
Þjálfari Selfyssinga var svo spurður út í aðdraganda leiksins, líkt og þjálfari Þróttar.

Það var mikil umræða fyrir þennan leik. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, fór á Twitter á þriðjudagskvöld og lýsti yfir óánægju sinni með skipulag KSÍ í kringum leikinn. Hann átti upphaflega að fara fram á mánudag og átti að vera sýndur á Stöð 2 Sport, en vegna veðurs var hann færður á miðvikudag. Út af leikjum í Bestu deild karla og Olís-deild kvenna var svo ákveðið að færa hann á daginn í dag svo hægt væri að sýna hann í beinni útsendingu.

Þjálfarar liðanna, leikmenn og sjálfboðaliðar voru illa upplýstir og voru ekki með í umræðunni, en þeir fengu ekki fréttir af frestuninni - fram á daginn í dag - fyrr en á þriðjudaginn.

„Mér finnst þetta vera virðingarleysi gagnvart störfum og tíma þeirra sem taka þátt í þessu. Það eiga sér alltaf stað einhver slys í skipulagningu og svona, en miðað við það sem þeir á Stöð 2 segja - að það hafi verið ljóst hjá þeim á föstudaginn að það yrði ekki hægt að senda þennan leik út á miðvikudegi - þá hefði þessi leikur aldrei átt að vera settur á miðvikudag," sagði Bjössi.

„Við hefðum hagað okkar viku öðruvísi og því sem fylgir þessum leik. Að því sögðu þá þurftum við að laga okkar æfingaviku að þessum aðstæðum. Þetta er hundleiðinlegt og ógeðslega pirrandi, en það skiptir engu máli hvað við segjum og gerum - maður er bara að öskra út í tómið ef maður ætlar að verða brjálaður. Ég vona að þetta endurtaki sig ekki, hvorki fyrir okkur né önnur lið. Það er leiðinlegt að standa í svona."

Bjössi var ekki hafður með í neinum ráðum þegar leikurinn var settur á daginn í dag. „Ég er aldrei hafður með í neinum ráðum, og ég held að Nik hafi ekki heldur verið það. Ef við hefðum fengið þessar upplýsingar á borð á föstudeginum eða laugardeginum að það væri ekki hægt að spila á miðvikudegi, þá er það allt í lagi. Það var ekkert mál að spila hér í dag en það var mjög pirrandi að 90 mínútum fyrir fund - sem átti að vera daginn fyrir leik - fáum við að vita að leiknum sé frestað út af sjónvarpsútsendingu. Það er katastrófa."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Bjössi ræðir meira um málið og leikinn í kvöld. Hann kennir aðdraganda leiksins ekki um tapið í kvöld.
Athugasemdir
banner