Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   sun 04. júní 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Jafnaði met Buffon
Mynd: EPA
Ivan Provedel, markvörður Lazio, náði ótrúlegum áfanga í Seríu A í 2-0 sigri liðsins á Empoli í gær.

Hann hélt hreinu í 21. sinn á tímabilinu og var valinn besti markvörður deildarinnar.

Provedel hjálpaði Lazio að komast í Meistaradeild Evrópu er liðið hafnaði í 2. sæti deildarinnar, sem er besti árangur þess frá 1999-2000 er það vann titilinn.

Markvörðurinn jafnaði met eins besta markvarðar allra tíma, Gianluigi Buffon, sem setti metið árið 2012.

Buffon hélt þá 21. sinnum hreinu og endurtók leikinn fjórum árum síðar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner