Ivan Provedel, markvörður Lazio, náði ótrúlegum áfanga í Seríu A í 2-0 sigri liðsins á Empoli í gær.
Hann hélt hreinu í 21. sinn á tímabilinu og var valinn besti markvörður deildarinnar.
Provedel hjálpaði Lazio að komast í Meistaradeild Evrópu er liðið hafnaði í 2. sæti deildarinnar, sem er besti árangur þess frá 1999-2000 er það vann titilinn.
Markvörðurinn jafnaði met eins besta markvarðar allra tíma, Gianluigi Buffon, sem setti metið árið 2012.
Buffon hélt þá 21. sinnum hreinu og endurtók leikinn fjórum árum síðar.
??????? H?s???? M????
— S.S.Lazio (@OfficialSSLazio) June 3, 2023
????? Ivan ha ottenuto il 21º clean sheet, eguagliando il record della Serie A#EmpoliLazio | #AvantiLazio ???? pic.twitter.com/baqqqUaCWq
Athugasemdir