Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn - McKenna, Maresca og Frank á blaði Chelsea
   sun 04. júní 2023 19:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Benzema skoraði í sínum síðasta leik
Mynd: EPA

Karim Benzema kvaddi Real Madrid í kvöld þegar hann lék sinn síðasta leik fyrir félagið.


Real mætti Bilbao í lokaumferðinni á Spáni. Bilbao fékk vítaspyrnu á 10. mínútu en Thibaut Courtois varði spyrnuna.

Bilbao náði hins vegar forystunni snemma í síðari hálfleik. Á 72. mínútu fékk Real Madrid vítaspyrnu, Benzema steig á punktinn og skoraði sitt síðasta mark fyrir félagið þar sem hann yfirgefur það á frjálsri sölu í sumar.

Þetta reyndist síðasta mark leiksins og 1-1 lokatölur. Benzema er sagður vera á leið til Sádí-Arabíu en búist er við að hann og Lionel Messi spili í sömu deild og Cristiano Ronaldo á næstu leiktíð.

Benzema var tekinn útaf stuttu eftir markið og var honum vel fagnað þegar hann gekk af velli.

Atletico Madrid fékk tækifæri til að stela 2. sætinu af erkifjendum sínum en liðið gerði 2-2 jafntefli gegn VIllarreal þar sem Villarreal jafnaði metin í uppbótartíma. Real endar því í 2. sæti og Atletico í 3. sæti.

BIlbao missti einnig af Sambandsdeildarsæti í hendur Osasuna.

Úrslit dagsins má sjá hér fyrir neðan.

Mallorca 3 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Vedat Muriqi ('51 )
2-0 Copete ('71 )
3-0 Angel Rodriguez ('90 )

Real Sociedad 2 - 1 Sevilla
1-0 Brais Mendez ('28 )
2-0 Mohamed-Ali Cho ('73 )
2-1 Erik Lamela ('77 )

Real Madrid 1 - 1 Athletic
0-0 Mikel Vesga ('11 , Misnotað víti)
0-1 Oihan Sancet ('49 )
1-1 Karim Benzema ('72 , víti)

Villarreal 2 - 2 Atletico Madrid
1-0 Nicolas Jackson ('9 )
1-1 Angel Correa ('18 )
1-2 Angel Correa ('56 )
2-2 Jorge Pascual Medina ('90 )
Rautt spjald: Axel Witsel, Atletico Madrid ('70)

Osasuna 2 - 1 Girona
1-0 Ante Budimir ('52 )
2-0 Ante Budimir ('55 )
2-1 Reinier ('75 )


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 37 29 7 1 87 26 +61 94
2 Barcelona 37 25 7 5 77 43 +34 82
3 Girona 38 25 6 7 85 46 +39 81
4 Atletico Madrid 37 23 4 10 68 43 +25 73
5 Athletic 37 18 11 8 60 37 +23 65
6 Real Sociedad 37 16 12 9 51 37 +14 60
7 Betis 37 14 14 9 48 45 +3 56
8 Villarreal 37 14 10 13 64 64 0 52
9 Valencia 37 13 9 15 38 43 -5 48
10 Alaves 37 12 9 16 35 45 -10 45
11 Osasuna 37 12 8 17 44 55 -11 44
12 Getafe 37 10 13 14 41 52 -11 43
13 Sevilla 37 10 11 16 47 52 -5 41
14 Celta 37 10 10 17 44 55 -11 40
15 Las Palmas 37 10 9 18 32 46 -14 39
16 Vallecano 37 8 14 15 29 47 -18 38
17 Mallorca 37 7 16 14 31 43 -12 37
18 Cadiz 37 6 15 16 25 49 -24 33
19 Granada CF 38 4 9 25 38 79 -41 21
20 Almeria 37 2 12 23 37 74 -37 18
Athugasemdir
banner
banner