Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 04. júlí 2020 16:40
Kristófer Jónsson
Ási Arnars: Stór atriði sem að þarf að skoða
Ási var hundsvekktur með tapið í dag.
Ási var hundsvekktur með tapið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var hundfúll eftir 2-1 tap sinna manna gegn Fylki í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Fyrstu viðbrögð eru reiði og svekkelsi að fá ekkert úr þessum leik. Mér fannst strákarnir standa sig frábærlega og voru miklu betri í þessum leik." sagði Ási eftir leik

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  2 Fylkir

Fyrra mark Fylkis kom úr vítaspyrnu sem að Fjölnismenn voru ekki parsáttir við að fá á sig.

„Eftir tapleiki vill maður ekki kommenta á dómarann þar sem að við verðum að horfa á okkur og hvað við getum gert betur. En það eru stór atriði í þessum leik sem að þarf að skoða. Vítið sem að þeir fá, vítið sem að við fáum ekki, mark sem að við skorum sem að er dæmt af og mark sem að þeir skora sem að stendur er allt eitthvað sem að þarf að skoða." sagði Ási um dómgæsluna í dag.

Tveir nýjir leikmenn komu inná af varamannabekk Fjölnis en það eru þeir Christian Sivebæk og Peter Zachan sem að komu á gluggadeginum. Grótta fékk einnig leikmann á gluggadeginum sem að þeir sendu í sóttkví en það kom ekki til greina hjá Fjölni.

„Við fórum eftir öllum settum reglum og viljum að sjálfsögðu standa okkar plikt. Þeir voru skimaðir við komu og höfðu verið skimaðir reglulega áður og koma af öruggum svæðum. Ég tel það líklegra að þeir smitist hér heldur en að þeir komi með smit." sagði Ásti aðspurður um málið.

Nánar er rætt við Ása í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner