Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 04. júlí 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brighton lánar Adingra til Union í Belgíu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Brighton keypti Simon Adingra frá danska félaginu Nordsjælland í síðustu viku. Nú hefur enska félagið ákveðið að lána Adingra til Royale Union Saint-Gilloise í Belgíu út tímabilið.

Adingra er tvítugur og er frá Fílabeinsströndinni. Hann skoraði tíu mörk og lagði upp fjögur í öllum keppnum með Nordsjælland á síðasta tímabili.

Brighton vill að Adingra spili talsvert í vetur og telur enska félagið að hann fái fleiri tækifæri í Belgíu en hann fengi í ensku úrvalsdeildinni.

Hjá Union mun Adingra spila Evrópufótbolta þar sem belgíska félagið endaði í 2. sæti deildarinnar eftir úrslitakeppni.

Adingra skrifaði undir fjögurra ára samning við Brighton.

Aron Sigurðarson var leikmaður Union í eitt og hálft tímabil fyrir ekki svo löngu síðan - frá janúar 2020 fram á haustið 2021. Viðtal við Aron, þar sem hann ræðir m.a. um Union, má nálgast hér að neðan.
Aron Sig um Horsens, Union og landsliðið - „Pæla ekki allir í því eða?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner