Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mán 04. júlí 2022 23:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Þór svekktur: Spilum á fimm hafsentum í þessum leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, þetta var svekkjandi," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir tap gegn Leikni á útivelli í Bestu deildinni í kvöld.

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn kaflaskiptur, bæði liðin skiptust á að taka frumkvæðið, stjórn á leiknum og skapa sér færi. Mér fannst við byrja vel, skapa okkur fínar stöður og fín færi sem við náðum ekki að nýta frekar en Leiknir. Fyrri hálfleikurinn var hörkuleikur og held ég hraður og skemmtilegur leikur á köflum."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 ÍA

„Svo riðlast allur okkar leikur, það verður bara að segjast. En þrátt fyrir það þá fannst mér við koma sterkir út í seinni hálfleikinn og eiga fyrsta kaflann í hálfleiknum virkilega góðan."

Leiknir skoraði fljótlega eftir að liðið gerði tvöfalda breytingu um miðbik seinni hálfleiks. Var það vendipunkturinn?

„Markið kemur um leið en ég held að allur vendipunktur í leiknum sé að allur okkar leikur riðlast. Við spilum á einhverjum fimm hafsentum í þessum leik, þrír hafsentar sem meiðast í þessum leik. Við færum miðjumenn úr stöðum og einhvern veginn að datt botninn úr þessu."

Alex Davey, Kaj Leo í Bartalsstovu og Gísli Laxdal Unnarsson meiddust allir í bikarleiknum gegn Breiðabliki og var Gísli sá eini af þeim sem gat byrjað í dag. Kaj kom inná og spilaði síðasta hálftímann eða svo en Davey verður frá eitthvað lengur. Í leiknum fóru þeir Oliver Stefánsson, Aron Bjarki Jósepsson og Wout Droste af velli vegna meiðsla. Þeir Hlynur Sævar Jónsson og vinstri bakvörðurinn Johannes Vall kláruðu leikinn í miðvarðastöðunum.

„Við þekkjum sögu Olivers [búinn að glíma við langvarandi meiðsli] og Aron Bjarki er búinn að vera frá síðan fyrir landsleikjahlé. Þetta er ansi stór biti."

Hvað vantaði upp á til þess að ÍA nýtti sín færi og hálffæri í leiknum? „Það vantaði bara gæðin til að klára þau og aðeins meiri ró fyrir framan markið og vítateiginn hjá þeim til að gera þessar góðu stöður og hálffæri að dauðafærum. Það vantaði svolítið yfirvegun í þeim stöðum."

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner