Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mán 04. júlí 2022 23:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Þór svekktur: Spilum á fimm hafsentum í þessum leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já, þetta var svekkjandi," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir tap gegn Leikni á útivelli í Bestu deildinni í kvöld.

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn kaflaskiptur, bæði liðin skiptust á að taka frumkvæðið, stjórn á leiknum og skapa sér færi. Mér fannst við byrja vel, skapa okkur fínar stöður og fín færi sem við náðum ekki að nýta frekar en Leiknir. Fyrri hálfleikurinn var hörkuleikur og held ég hraður og skemmtilegur leikur á köflum."

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 ÍA

„Svo riðlast allur okkar leikur, það verður bara að segjast. En þrátt fyrir það þá fannst mér við koma sterkir út í seinni hálfleikinn og eiga fyrsta kaflann í hálfleiknum virkilega góðan."

Leiknir skoraði fljótlega eftir að liðið gerði tvöfalda breytingu um miðbik seinni hálfleiks. Var það vendipunkturinn?

„Markið kemur um leið en ég held að allur vendipunktur í leiknum sé að allur okkar leikur riðlast. Við spilum á einhverjum fimm hafsentum í þessum leik, þrír hafsentar sem meiðast í þessum leik. Við færum miðjumenn úr stöðum og einhvern veginn að datt botninn úr þessu."

Alex Davey, Kaj Leo í Bartalsstovu og Gísli Laxdal Unnarsson meiddust allir í bikarleiknum gegn Breiðabliki og var Gísli sá eini af þeim sem gat byrjað í dag. Kaj kom inná og spilaði síðasta hálftímann eða svo en Davey verður frá eitthvað lengur. Í leiknum fóru þeir Oliver Stefánsson, Aron Bjarki Jósepsson og Wout Droste af velli vegna meiðsla. Þeir Hlynur Sævar Jónsson og vinstri bakvörðurinn Johannes Vall kláruðu leikinn í miðvarðastöðunum.

„Við þekkjum sögu Olivers [búinn að glíma við langvarandi meiðsli] og Aron Bjarki er búinn að vera frá síðan fyrir landsleikjahlé. Þetta er ansi stór biti."

Hvað vantaði upp á til þess að ÍA nýtti sín færi og hálffæri í leiknum? „Það vantaði bara gæðin til að klára þau og aðeins meiri ró fyrir framan markið og vítateiginn hjá þeim til að gera þessar góðu stöður og hálffæri að dauðafærum. Það vantaði svolítið yfirvegun í þeim stöðum."

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner