Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 04. júlí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Militao framlengir við Real Madrid til 2028
Eder Militao
Eder Militao
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðvörðurinn Eder Militao er að ganga frá nýjum samningi við Evrópumeistara Real Madrid.

Miltao skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid þegar hann kom frá Porto fyrir þremur árum síðan en hann er nú klár í að framlengja þann samning um þrjú ár til viðbótar.

Brasilíumaðurinn átti frábært tímabil með Porto áður en hann gekk í raðir Madrídinga en hann spilaði lítið fyrstu tvö tímabilin á Spáni þar sem Sergio Ramos og Raphael Varane voru fyrstu kostir í vörninni.

Hann spilaði lykilhlutverk á síðustu leiktíð er Madrídingar unnu spænsku deildina og Meistaradeildina og verður nú verðlaunaður fyrir gott tímabil.

Militao mun skrifa undir nýjan sex ára samning og verður því samningsbundinn til 2028.

Það er búist við því að Real Madrid tilkynni þessar fregnir í dag eða á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner