Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 04. ágúst 2020 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Angel Gomes líklega á leið til Lille - Lánaður til Boavista
Angel Gomes er farinn frá Manchester United er á leið til Lille
Angel Gomes er farinn frá Manchester United er á leið til Lille
Mynd: Getty Images
Franska útvarpsstöðin RMC Sport fullyrðir að enski sóknartengiliðurinn Angel Gomes sé á leið til Lille í Frakklandi en hann mun gera fimm ára samning við félagið.

Gomes er aðeins 19 ára gamall en hann er án félags eftir hann ákvað að framlengja ekki samning sinn við Manchester United.

Hann spilaði tíu leiki í öllum keppnum með Man Utd á leiktíðinni sem var að klárast en hann vildi leita annað til að fá meiri spiltíma.

Samkvæmt RMC Sport er Gomes að ganga frá samningum við Lille en hann mun gera fimm ára samning við félagið.

Hann verður í kjölfarið lánaður til portúgalska úrvalsdeildarliðsins Boavista.

Gomese er fæddur og uppalinn á Englandi og á að baki 34 leiki og 10 mörk fyrir yngri landslið Englands. Þess má til gamans geta að Nani, fyrrum leikmaður Manchester United, er guðfaðir Gomes.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner