Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 04. ágúst 2020 16:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Valinn fram yfir Viktor Örn og Stefni
Oumar Diouck (KF)
Oumar Diouck í leik á Dalvíkurvelli. Í bakgrunn má sjá Aksentije Milisic.
Oumar Diouck í leik á Dalvíkurvelli. Í bakgrunn má sjá Aksentije Milisic.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KF hefur farið betur af stað en spámenn í 2. deild bjuggust við. KF er í 7. sæti með fjóra sigra eftir átta leiki. KF var spáð botnsætinu í sumar af öllum nema einum þjálfara í deildinni. Í 8. umferð sigraði liðið gegn Selfossi, liðinu sem spáð var efsta sæti, og kom sigurmarkið undir lok leiksins.

Oumar Diouck, sem skoraði sigurmarkið, er ICE-leikmaður umferðarinnar í 8. umferð 2. deildar. Það er hlaðvarpsþátturinn Ástríðan sem sér um valið á leikmanni umferðarinnar og má hlusta á umræðu um 7. og 8. umferð hér neðst í fréttinni. Umræða um KF hefst eftir um 66 mínútur.

Oumar er fæddur árið 1994 og gekk í raðir KF þegar tímabilið í ár var nýbyrjað. Diouck hefur skorað fjögur mörk í sjö leikjum.

„Aðrir sem komu til greina voru þeir Stefnir Stefánsson og Viktor Örn Guðmundsson," sagði Sverrir Mar Smárason og hélt áfram: „En leikmaður umferðarinnar að þessu sinni er Oumar Diouck, belgíski sóknarmaðurinn hjá KF, sem skoraði sigurmarkið gegn Selfossi."

„Hann gerði einnig tilkall í 7. umferðinni þegar hann skoraði tvö gegn Völsungi. Vinir mínir að norðan segja að þetta sé skemmtilegur strákur," sagði Óskar Smári Haraldsson.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Hrvoje Tokic (Selfoss)
Bestur í 2. umferð - Oliver Helgi Gíslason (Haukar)
Bestur í 3. umferð - Nikola Dejan Djuric (Haukar)
Bestur í 4. umferð - Hrannar Snær Magnússon (KF)
Bestur í 5. umferð - Dino Hodzic (Kári)
Bestur í 6. umferð - Andy Pew (Þróttur Vogum)
Bestur í 7. umferð - Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)
Ástríðan - Allt það helsta í 2. og 3. deild með góðum gesti
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner