Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 04. ágúst 2020 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Fimm ensk lið eltast við fyrrum leikmann Barcelona
Fimm ensk úrvalsdeildarfélög eru á eftir hollenska varnarmanninum Xavier Mbuyamba en hann er án félags eftir að samningur hans rann út hjá Barcelona.

Mbuyamba er 18 ára gamall miðvörður og talinn einn sá efnilegasti í sínum aldursflokki.

Hann var á mála hjá spænska stórliðinu Barcelona en samningur hans við félagið rann út á dögunum.

Fimm ensk úrvalsdeildarfélög eru að berjast um leikmanninn en Chelsea er eitt af félögunum.

Barcelona hefur miklar mætur á Mbuyamba en þurfti að endurskipuleggja fjárhaginn og lækka launakostnað og því var ákveðið að framlengja ekki samning hans.

Mbuyamba kom til Barcelona frá hollenska B-deildarliðinu MVV Maastricht á síðasta ári en hann lék ellefu leiki með hollenska liðinu árið 2018, þá aðeins 16 ára gamall.
Athugasemdir
banner