þri 04. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Hagi rak sjálfan sig eftir slæman árangur
Gheorge Hagi hefur gert ótrúlega hluti með Constanta síðustu sex árin
Gheorge Hagi hefur gert ótrúlega hluti með Constanta síðustu sex árin
Mynd: Getty Images
Rúmenska goðsögnin Gheorge Hagi er hættur sem þjálfari Viitorul Constanta í Rúmeníu eftir slæman árangur í síðustu leikjum. Liðinu mistókst að komast í umspilsriðil um titilinn.

Hagi, sem er einnig eigandi Viitorul Constanta, réð sjálfan sig sem þjálfara liðsins árið 2014 en hann hefur gert ótrúlega hluti með liðið á síðustu árum.

Hann gerði liðið að rúmenskum meisturum árið 2017 og þá hefur hann einnig unnið rúmenska bikarinn og ofurbikarinn. Hann hefur þá tvisvar verið valinn þjálfari ársins í Rúmeníu.

Gengi liðsins í undanförnum leikjum hefur þó ekki verið gott og fékk Hagi nóg af sjálfum sér og ákvað því að víkja úr starfinu.

Ekki er ljóst hver tekur við liðinu sem er aðeins ellefu ára gamalt en Hagi stofnaði það árið 2009.
Athugasemdir
banner
banner
banner