Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. ágúst 2021 09:10
Elvar Geir Magnússon
City tilbúið að teygja sig upp í 130 milljónir punda fyrir Kane
Powerade
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cristian Romero.
Cristian Romero.
Mynd: EPA
Zlatan er í zlúðurpakkanum.
Zlatan er í zlúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Maddison, Kane, Lukaku, Abraham, Ibrahimovic, Kounde og fleiri í slúðurpakkanum í dag. Góða skemmtun!

Arsenal er ekki tilbúið að ganga að 60 milljóna punda verðmiða Leicester á James Maddison (24) svo félagið býður leikmann sem hluta af tilboðinu. (football.london)

Manchester City er tilbúið að borga 130 milljónir punda fyrir Harry Kane (27) og það ríkir bjartsýni hjá félaginu um að samkomulag náist við Tottenham. (Athletic)

Forráðamaður Inter viðurkennir að félagið þurfi að selja einn stóran leikmann í viðbót til að laga fjárhaginn. Chelsea er að reyna að kaupa Romelu Lukaku (28) aftur. (Metro)

Lukaku er sagður vilja snúa aftur til Chelsea þar sem honum finnist hann eiga óklárað verk á Stamford Bridge. (Sun)

Spænski varnarmaðurinn Aymeric Laporte (27) hefur sagt Manchester City að hann vilji fara í La Liga í sumar. Barcelona og Real Madrid hafa áhuga. (90min)

Tottenham er nálægt 47 milljóna punda samkomulagi um Cristian Romero (23) hjá Atalanta. Argentínumaðurinn var kosinn besti varnarmaður ítölsku A-deildarinnar á síðasta tímabili. (Mail)

Southampton og West Ham hafa áhuga á austurríska varnarmanninum Flavius Daliliuc (20) hjá Nice. (Mail)

Liverpool og nokkur önnur ónefnd úrvalsdeildarfélög hafa áhuga á hollenska framherjanum Arnaut Danjuma (24) hjá Bournemouth. Villarreal hefur þegar gert tilboð en Bournemouth vill fá um 21,5 milljónir punda. (Marca)

Aston Villa vonast til að fá Tammy Abraham (23) frá Chelsea og Axel Tuanzebe (23) frá Manchester United. Báðir leikmenn hafa verið á láni hjá Villa og hjálpuðu félaginu að komast upp í ensku úrvalsdeildina 2019. (Telegraph)

Chelsea hefur boðið Sevilla að fá brasilíska vængmanninn Kenedy (25) sem hluta af tilboði í varnarmanninn Jules Kounde (22) en upphaflega bauð Chelsea spænska félaginu að fá Kurt Zouma (26). (Sun)

Portúgalinn Cristiano Ronaldo (36) hjá Juventus vill snúa aftur til Real Madrid. Hann veit þó að möguleikinn á endurkomu veltur líklega á því hvort spænska félagið nái að fá Kylian Mbappe (22). (AS)

Nýliðar Brentford í ensku úrvalsdeildinni eru að nálgast sænska miðjumanninn Jens Cajuste (21) hjá Midtjylland. Hann hefur verið orðaður við Rennes. (Sportbladet)

Zlatan Ibrahimovic (39) skoðaði möguleika á endurkomu til Paris St-Germain áður en hann skrifaði undir nýjan eins árs samning við AC Milan. (Le Parisien)

Everton hefur mjög mikinn áhuga á framherjanum Joaquin Correa (26) hjá Lazio og undirbýr 21,3 milljóna punda boð í Argentínumanninn. (Sport Witness)

Leeds United fær samkeppni um hollenska U21 landsliðsmanninn Noa Lang (22). Sevilla hefur einnig áhuga á þessum vængmanni Club Brugge. (El Desmarque)

West Ham telur að félagið eigi aðeins 10% möguleika á því að fá Jesse Lingard (28) aftur frá Manchester United. Samningur hans við United rennur út næsta sumar. (Sky Sports)

West Brom gæti gert tilboð í velska framherjann Tom Lawrence (27) hjá Derby County. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner