Viðræður eru hafnar milli Bayern Munchen og Joshua Kimmich um nýjan samning fyrir þýska miðjumanninn.
„Hann hefur verið mikilvægur leikmaður fyrir FC Bayern í mörg ár og verður það áfram í framtíðinni," sagði Max Eberl, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern.
PSG hefur sýnt honum áhuga en hann er staðráðinn í að vera áfram í Þýskalandi.
Bayern þarf að minnka launakostnað og ætlar að reyna sannfæra Kimmich um að lækka launin. Hann er með um 20 milljónir evra í árslaun.
Athugasemdir