Það hefur mikið gengið á bakvið tjöldin hjá Manchester United seinustu vikur og mánuði. Félagið hefur sótt Leny Yoro og Joshua Zirkzee en það eru rúmar tvær vikur í að enska úrvalsdeildin byrji.
Yoro fór meiddur af velli í æfingarleik gegn Arsenal á dögunum en hann verður frá í nokkra mánuði. Talað er um rúma þrjá mánuði. Þá fór Rasmus Hojlund einnig meiddur af velli í sama leik en hann verður frá í hálfan mánuð eða svo.
Í nótt mætti Manchester United Liverpool í æfingarleik en þar bættust við leikmenn á meiðslalista United.
Hinn ungi hafsent Will Fish fór meiddur af velli á börum. Victor Lindelöf kom út af í hálfleik í nótt vegna meiðsla. Wan Bissaka sem hefur verið orðaður við West Ham fór niður á 80 mínútu og fór af velli.
Jonny Evans fór þá einnig af velli í dag en hann er búinn að vera veikur og leið ekki vel í nótt.
‚Það eru nokkur meiðsli í hópnum en við verðum að bíða og sjá hversu slæm þau eru. Undirbúningstímabli eru alltaf erfið.‘ sagði Ten Hag í samtali við MUTV eftir leik liðsins við Liverpool í nótt.