Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 11:05
Brynjar Ingi Erluson
Skýr skilaboð frá Howe - „Verður að öðlast réttinn til að æfa með okkur“
Eddie Howe sendir Isak skýr skilaboð
Eddie Howe sendir Isak skýr skilaboð
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle United, hefur sent sænska framherjanum Alexander Isak skýr skilaboð og að nú munu engin vettlingatök duga í von um að halda framherjanum áfram hjá félaginu.

Liðið snýr aftur til Englands í dag og byrjar að æfa að nýju á morgun eftir ágætlega heppnaða ferð til Asíu.

Isak, sem neitaði að fara með liðinu í ferðina, fór í staðinn til Spánar þar sem hann æfði einn á meðan hann bíður þolinmóður eftir því að komast til Liverpool.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Isak sem liggur í lausu lofti í augnablikinu. Liverpool getur ekki fengið hann nema Newastle fái framherja í stað hans, en Skjórarnir eru að vinna í þeim málum.

Til þessa hefur Howe sýnt Svíanum mikinn stuðning á blaðamannafundum og í viðtölum en nýjustu ummæli hans benda til þess að Newcastle sé að gefa upp von á að halda honum.

Howe hefur sent honum skýr og sterk skilaboð um að svona hegðun sé ekki boðleg.

„Þú verður að öðlast réttinn til þess að æfa með okkur. Við erum Newcastle United og leikmaður hefur þá ábyrgð að vera hluti af liðinu og hópnum. Þú verður að haga þér eðlilega því að enginn leikmaður getur hagað sér illa og búist svo við því að geta byrjað aftur að æfa með hópnum eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði Howe við Craig Hope hjá Daily Mail.

David Ornstein hjá Athletic segir að Newcastle sé að gefast upp á að reyna halda Isak og það gæti þurft að setjast að samningaborðinu. Það leitar nú að lausn sem hentar öllum aðilum og núverandi ástand geti ekki varað áfram.
Athugasemdir
banner
banner