Mats Hummels er á leið til Roma en hann mun gangast undir læknisskoðun í dag.
Þessi 35 ára gamli þýski miðvörður yfirgaf Dortmund í sumar þegar samningur hans við félagið rann út.
Roma hefur verið í viðræðum við leikmanninn undanfarna daga en ítalska félagið bauð honum bættan samning í gær sem sannfærði leikmanninn um að ganga til liðs við félagið.
Spænski miðvörðurinn Mario Hermoso gekk til liðs við félagið á dögunum en enski miðvörðurinn Chris Smalling yfirgaf félagið og gekk til liðs við sádí-arabíska félagið Al-Fayha.
Athugasemdir