Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mið 04. september 2024 20:06
Brynjar Ingi Erluson
Íslendingaliðin áfram í danska bikarnum - Elías Már skoraði í æfingaleik
Elías Már Ómarsson skoraði í æfingaleik
Elías Már Ómarsson skoraði í æfingaleik
Mynd: Getty Images
Íslendingaliðin Álaborg, Esbjerg, Fredericia og SönderjyskE eru öll komin áfram í 32-liða úrslit danska bikarsins.

Aðeins einn Íslendingur kom við sögu í bikarnum, en hinir eru allir að spila með landsliðum.

Álaborg, lið Nóels Atla Arnórssonar, vann 7-0 stórsigur á Morud á meðan SönderjyskE, lið Daníels Leó Grétarsson og Kristals Mána Ingasonar, vann Solrod með sömu markatölu.

Daníel Freyr Kristjánsson var þá ekki með Fredericia sem vann B 1909, 4-0.

Breki Baldursson, sem samdi við Esbjerg í sumar, er með U19 ára landsliðinu sem er að spila á sterku æfingamóti í Slóveníu. Esbjerg vann Vejgaard, 3-1, án hans, en það vakti athygli að eini markaskorari Vejgaard var Íslendingurinn Benedikt Tristan Axelsson.

Benedikt er fæddur árið 2002 og á fjóra leiki að baki fyrir U17 ára landslið Íslands. en hann hefur búið í Danmörku síðan hann var þriggja ára gamall.

Elías á skotskónum

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson skoraði eina mark NAC Breda í 2-1 tapi gegn Schalke í æfingaleik í dag. Framherjinn skoraði markið á 11. mínútu leiksins.

NAC Breda er nýliði í hollensku deildinni og hefur sótt þrjú stig úr fyrstu fjórum leikjunum.
Athugasemdir
banner
banner