Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 04. október 2022 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Alexander-Arnold: Ég reyni alltaf að hugsa jákvætt
Trent Alexander-Arnold
Trent Alexander-Arnold
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, var ánægður með frammistöðu liðsins í 2-0 sigrinum á Rangers í Meistaradeildinni í kvöld, en hann svaraði einnig fyrir gagnrýni sem hann hefur fengið á tímabilinu.

Trent skoraði fyrra mark Liverpool með stórglæsilegu skoti úr aukaspyrnu áður en Mohamed Salah tvöfaldaði forystuna úr vítaspyrnu í síðari hálfleiknum.

Liverpool spilaði vel gegn skoska liðinu og uppskar góðan sigur.

„Frammistaðan var frábær hjá strákunum. Þetta voru mikil vonbrigði á laugardag. Við náðum aldrei að komast í gang, pressan var ekki til staðar og við vorum hægir úr vörninni. Þetta var þveröfugt í dag. Við byrjuðum vel og héldum áfram út leikinn. Þeir áttu sína kafla og seinni hálfleikurinn var erfiður en í heildina spiluðum við frábærlega."

„Ég skora vanalega ekki frá þessari hlið. Ég skora vanalega frá hægri hliðinni. Þetta snérist bara um að koma honum á markið og það er það sem ég hef verið að einbeita mér að á æfingasvæðinu. Ef maður hittir á markið þá er alltaf möguleiki á að boltinn endi í netinu eða við hirðum frákastið,"
sagði Trent.

Enski hægri bakvörðurinn hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Varnarleikur hans hefur þótt afar slakur en hann reynir að taka ekki því ekki of nær sér og ætlar að halda áfram að vinna í sínum leik.

„Ég reyni alltaf að hugsa jákvætt. Fólk segir hluti en fyrir mér snýst þetta um að standa mig með liðinu. Það er það eina sem skiptir máli og að ná í sigra og hjálpa liðinu. Þetta hefur verið hæg byrjun hjá mér á tímabilinu en ég bíð spenntur eftir að spila restina af leiktíðinni," sagði Trent ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner