Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 04. október 2022 14:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjóri Leipzig vildi ekki tjá sig um Nkunku
Mynd: EPA
Síðustu daga hefur mikið verið talað um að Christopher Nkunku hjá RB Leipzig muni ganga í raðir Chelsea.

Samkvæmt fréttaflutningi síðustu daga hefur sóknarmaðurinn þegar gengist undir læknisskoðun hjá enska félaginu sem sé tilbúið að greiða meira en 60 milljónir evra fyrir leikmanninn.

Nkunku er franskur landsliðsmaður sem kom til Leipzig frá PSG árið 2019.

Marco Rose, stjóri Leipzig, vildi ekki tjá sig um málið á fréttamannafundi í dag. „Þetta eru sögusagnir, við tjáum okkur ekki um slíkt. Okkur er alveg sama, alveg sama," sagði Rose.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner