Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   fös 04. október 2024 15:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Dr. Football 
Halldór Snær verður leikmaður KR
Varði mark Fjölnis í sumar.
Varði mark Fjölnis í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með U19 á lokamóti EM sumarið 2023.
Með U19 á lokamóti EM sumarið 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Halldór Snær Georgsson er að ganga í raðir KR frá uppeldisfélagi sínu Fjölni. Fótbolti.net hefur fjallað um áhuga KR á markverðinum og Hjörvar Hafliðason sagði svo frá því í Dr. Football í dag að samkomulag væri í höfn. Það rímar við heimildir Fótbolta.net.

Halldór Snær var varamarkvörður liðs ársins í Lengjudeildinni hér á Fótbolti.net. Hann er tvítugur og lék átta leiki með U19 landsliðinu áður en hann svo fékk kallið í markið hjá uppeldisliðinu og átti virkilega gott tímabil í Lengjudeildinni.

Hann varði mark Vængja Júpíters í 4. deild sumarið 2021 og var svo varamarkvörður Fjölnis 2022 og 2023.

Hann er samningsbundinn Fjölni út tímabilið 2026 og því þarf KR að greiða fyrir hann.

Hann er annar leikmaðurinn sem KR kaupir frá Fjölni því á miðvikudag var sagt frá því að Júlíus Mar Júlíusson væri búinn að semja við KR. KR hefur ekki kynnt þá Halldór og Júlíus sem nýja leikmenn en kynnti hins vegar Óliver Dag Thorlacius á miðvikudag. Hann kom á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Fjölni var að renna út.
Athugasemdir
banner
banner
banner