Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   mið 02. október 2024 15:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óliver Dagur í KR (Staðfest)
Mynd: KR
Óliver Dagur Thorlacius er genginn í raðir KR. Félagið greindi frá tíðindinum í dag en Óliver skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Óliver er miðjumaður sem er uppalinn í KR en hefur spilað með Gróttu og svo Fjölni síðustu ár. Hann er fæddur árið 1999 og lék á sínum tíma tíu leiki með yngri landsliðum Íslans.

„Vertu innilega velkominn aftur í KR Óliver, við hlökkum til að sjá þig í KR treyjunni á ný," segir í tilkynningu KR.

Óliver lék sína fyrstu eppnisleiki með meistaraflokki KR sumarið 2017.

Fótbolti.net gat sagt frá því í ágúst að Óliver og Gabríel Hrannar Eyjólfsson væru á leið í KR eftir tímabilið í Lengjudeildinni. Í þeim er KR ekki einungis að fá leikmenn heldur líka mjög færa þjálfara sem geta eflt yngri flokka starfið í Vesturbænum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner