Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
banner
   fös 04. október 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Slot hefur ekkert á móti hádegisleikjum: Þá væri ég heimskur stjóri
Arne Slot stjóri Liverpool.
Arne Slot stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Það eru ýmis líkindi með Arne Slot stjóra Liverpool og fyrirrennara hans Jurgen Klopp. Slot hefur hinsvegar ekkert á móti hádegisleikjum, ólíkt Klopp.

Enskir blaðamenn voru vanir að hlusta á Klopp tuða reglulega yfir hádegisleikjum en Hollendingurinn hefur ekkert á móti þessum leiktíma.

„Í Hollandi er meira reynt að hjálpa liðum í Evrópukeppnum en til að gæta sanngirnis þá er leikjadagskráin okkar svo þétt að það er erfitt. Þetta snýst um sjónvarpsréttinn. Mér líður eins og ég sé í viðtali á hverjum einasta degi." segir Slot.

„Ef það er erfitt að standa sig í hádeginu þá er ég heimskur stjóri því ég læt liðið æfa í hádeginu alla daga."

Slot hefue þegar stýrt Liverpool til sigurs í hádegisleik á þessu tímabili, gegn Ipswich í fyrstu umferð. Á morgun heimsækir Liverpool lið Crystal Palace á Selhurst Park í hádegisleiknum, 11:30 að íslenskum tíma.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner